Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Ný heimasíða

Er komin með nýja síðu sem ég og systir mín munum halda utan um.
Að fyrstu koma inn færslur frá Obbosí síðunni svo mun eitthvað spennandi og nýtt vera sett inn 🙂
Endilega fylgist með okkur á http://doilydo.com/
Við ákváðum að hafa hana á ensku svo að erlendu DIY vinir okkar geti líka fylgst með 🙂

Prjónuð ugla

Ég er að prjóna uppskrift af uglu sem var sett inn á obbosi facebook síðuna, mjög gaman að prjóna hana 🙂

20111019-145522.jpg

Ugla

20111014-153421.jpg
Uglur eru voðalega mikið í tísku núna.
Ég teiknaði bara ugluna á blað og notað bæði gömul föt og efnisbúta í hana, finnst hún algjört æði 🙂

Endurnýtt föt

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að breyta gömlum fötum í eitthvað nýtt og yfirleitt geri ég barnaföt. Ég keypti mér æðislegt snið frá Minikrea hjá henni Jónu, hún er með facebook síðu fyrir sniðin, og hérna er hægt að skoða þau líka Minikrea.dk.

Ég notaði stuttermabol af mér sem ég var hætt að nota og einn langerma, sem var orðinn of lítill á mig *hóst*

Það sem er svo þæginlegt við að nota gömul föt er að það þarf yfirleitt ekki að sauma eins mikið, ég td notaði neðri helminginn af stuttermabolnum þannig að ég þurfti ekkert að falda hann, notaði líka neðir hlutann af ermunum, þannig að ég þurfti ekkert að sauma þær saman eða að falda.. snilld 🙂

 

 

Veggskraut – Fiðrildi

Það er mjög sniðugt að gera svona fiðrildi úr bókakápum eða gömlum tímarita forsíðum 🙂

Páskar

Ég er nú ekki mikið fyrir páskaskraut, en finnst voðalega gaman að gera svona smá fínt.

Ég gerði þessa kanínu fyrir páskana í fyrra og ákvað að skella í eina skær bleika núna. Þetta verk tekur enga stund og það er alltaf svo gaman að sjá hvernig þæfingin kemur út !

Ég heklaði fullt af gulum blómum og límdi á greinarnar, sést ekki vel á myndum en þetta kemur rosalega vel út 🙂

Hérna er uppskriftin af kanínunni: Kanína

Ég var búin að þýða uppskriftina og læt hana fylgja með

Búkurinn

*Fitjið upp 36 lykkjur

*Notið 3 sokkaprjóna

*Prjónið 25 umferðir , má vera fleiri eða færri, bara hvað þú vilt hafa hana stóra

*Byrjið 26. umferðina á því að prjóna 2 lykkjur saman á öllum 3 prjónunum endurtakið    þetta í 4 hverri umferð.

*Þegar 12 lykkjur eru eftir er hálsinn prjónaður, prjónið 12-16 umferðir

Hausinn

Þú ættir að vera búin að prjóna uþb. 72 umferðir núna

Umf 73:* prjónið 1 lykkju, prjónið framan og aftur í næstu lykkju* endurtakið þar til 18 lykkjur eru á prjónunum.

Umf 74: prjónið

Umf 75: eins og umf. 73 (27 lykkjur)

Umf 76-78: prjónið

Umf 79: *Prjónið 1 lykkju, prjónið næstu 2 saman* Endurtakið út umferð (18 lykkjur)

Umf 80: prjónið

Umf 81: *Prjónið 1 lykkju, prjónið næstu 2 saman* Endurtakið út umferð (12 lykkjur)

Umf 82: Prjónið

Nú eru eyrun prjónuð, það eru notaðar 6 lykkjur til þess, opinn prjónn

Fyrsta eyra

Notið aðeins 6 lykkjur (eyrun eru prjónuð í hring)

Umf 1: prjónið

Umf 2: Prjónið 1, aukið út um eina, prjónið 4, aukið út um eina, prjónið 1

*Endurtakið umf 1 og 2 þangað til 18 lykkjur eru á prjónunum

Prjónið 4 umf.

Í næstu umferðum eru alltaf 2 síðustu lykkjurnar á prjónunum prjónaðar saman þangað til 3 lykkjur eru eftir

Næsta eyra

Alveg eins og hitt

p.s afsakið gæðin á myndunum, var eitthvað löt og tök þær á símann minn 🙂

Blóma eyrnabönd

Gerði þessi flottu blóm úr nýju hekl bókinni minni, og fannst alveg tilvalið að setja þau á eyrnabönd fyrir stelpurnar mínar.

Eyrnaböndin er prjónuð úr Alfa með prjónum nr.7 með perluprjóni. Blómin eru úr Kitten mohair.

Á minna bandinu fitjaði ég upp 12 lykkjur en á því stærra 16 lykkjur, og mátaði bara öðruhvoru þangað til þau voru orðin nógu stór.

Og svona lítur þetta út þegar sú litla setur það á sig sjálf 🙂

Svo ein dúllu mynd í lokin, þær eru svo góðar vinkonur, Ása er svo þolinmóð og góð alltaf við litlu systur sína 🙂

Jájá þetta átti að verða húfa á Andreu, og já hún er 2 ára 😀

en ég er ánægð með hana, vantaði einmitt hirslu undir hekluðu dúllurnar og blómin mín

Ég keypti mér 2 alveg æðislegar heklubækur á amazon, var frekar lengi að leita af þeim afþví að ég varð að fá bækur þar sem það er teiknað mynstur, get ekki með nokkru móti heklað eftir skrifaðir uppskrift

Fékk þessa bók fyrst og var ekkert smá ánægð með hana

Svo kom hin bókin… og hún er sko uppáhalds… hún er minni og bara miklu meðfærilegri en hin. Það er aðeins hægt að skoða inn í hana hér

Krókódílasjal

Ég varð alveg veik þegar ég sá þessa uppskrift á ravelry, en þorði ekki að kaupa uppskriftina þar sem ég er ekki nógu klár að hekla eftir uppskrift.

Sá svo nokkru seinna að ein á handavinnuþræðinum á er.is hafði gert sjalið og það var alveg hrikalega flott. Ég byrjaði bara á því að googla og fann alveg rosalega flottar leiðbeiningar á youtube (2 video) hvernig ætti að hekla svona munstrur, ég æfði mig alveg heillengi, gerði fullt af prufum áður en ég lagði í sjálft sjalið….. Verð nú líka að viðurkenna að ég var frekar lengi að ná þessu mynstri, þurfti oft að setja á pásu og byrja upp á nýtt á videóinu, en það kom á endanum og ég er ekkert smá ánægð með sjalið. Var heillengi að ákveð hvort ég ætti að setja á það kögur, prufaði það en hætti svo við, fannst það of mikið… Hérna er líka flottar leiðbeiningar af munstrinu

Það fóru akkurat 2 dokkur í sjalið, hefði alveg mátt splæsa í eina dokku í viðbót, en ég bara nennti því ekki 😉

Ása var módel fyrir mig

Það er alveg rosalega gaman að hekla þetta mynstur, á örugglega eftir að gera meira af því… 🙂

Hérna er sjalið mitt á ravelry : krókódílasjal

Peysa og húfa

Andreu vantaði svo peysu á leikskólann, ég er löngu búin með hana en held að hún hafi legið inn í skáp í 2 mánuði áður en ég nennti að þvo hana, meira hvað ég get stundum verið löt að leggja lokahönd á hlutina.

Hún er prjónuð úr einföldum plötulopa og einbandi saman. Svo ákvað ég að prjóna kraga úr kampgarni svo að henni myndi nú ekki klægja í hálsinn, ég festi hann í eftir á. Ég ákvað líka að sleppa mynstrinu á erminni, litlir fingur vilja nefnilega oft flækjast þar í 😉

Þessa húfu heklaði ég einhverntíman í fyrra, ég á alltaf nokkrar svona heklaðar húfur til, fínt til þess að gefa í gjafir. Þessi var alltaf svolítið í uppáhaldi og Andrea fékk því enn eina húfuna 🙂