Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Endurnýting’ Category

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að breyta gömlum fötum í eitthvað nýtt og yfirleitt geri ég barnaföt. Ég keypti mér æðislegt snið frá Minikrea hjá henni Jónu, hún er með facebook síðu fyrir sniðin, og hérna er hægt að skoða þau líka Minikrea.dk.

Ég notaði stuttermabol af mér sem ég var hætt að nota og einn langerma, sem var orðinn of lítill á mig *hóst*

Það sem er svo þæginlegt við að nota gömul föt er að það þarf yfirleitt ekki að sauma eins mikið, ég td notaði neðri helminginn af stuttermabolnum þannig að ég þurfti ekkert að falda hann, notaði líka neðir hlutann af ermunum, þannig að ég þurfti ekkert að sauma þær saman eða að falda.. snilld 🙂

 

 

Auglýsingar

Read Full Post »

Jæja, ég er sko ekki búin að standa mig í sumar, hef verið alveg hrikalega löt við handavinnuna, en ég finn að þetta er allt að koma aftur 😉

En ég er þó búin að gera eitthvað.

Mig hefur alltaf langað til þess að sauma stelpukjól úr skyrtu. Ég fann gamla skyrtu af mér og ákvað að prufa einn daginn.

Ég notaði kjól af Andreu til þess að búa til snið, fínt að nota ruslpóst í það 😉

Svo þarf bara að passa að tölurnar séu í miðjunni þegar verið er að sníða.

Ég ákvað að hafa ermar á honum, notaði bara neðri hlutann af erminni sem smellpassaði.

Það er eitt sem ég þarf að laga, en mér finnst hálsmálið of vítt, þarf bara að sauma smá teyju í.

Ég á svo mikla sætarúsínu 🙂

Svo ein í lokin af fönduraðstöðunni minni, ég nefnilega missti föndurherbergið þegar sú litla fékk sér herbergi. En við ákváðum bara að gera fyrir mig aðstöðu í eldhúsinu, þarna voru 4 vegghengdir skápar sem við tókum niður, ég notaði 2 af þeim sem efri skápa. Ég alveg hrikalega ánægð með þetta skot mitt 🙂

Read Full Post »

sokkabuxnaormur

Fann þetta snildarráð hvað má gera við ónýtar/of litlar sokkabuxur

Saumaði saman nokkrar sokkabuxur sem voru orðnar ónýtar.

Ég festi hann saman, þannig er notað sem gólfpúði 🙂

Read Full Post »

Mér fannst þetta svo mikil snilld, ég bara varð að prufa.

Það er hægt að gera þetta við hvaða bol/peysu sem er.

Það sem þarf að gera er….

að klippa upp miðjuna, byrja svo að falda öðru megin neðst, halda áfram yfir hálsmálið og alla leið niður. Þræða svo teyju eða borða þar sem faldað var, ég notaði teyju og setti smellu, sá ekki alveg að Ása mín myndi fara að binda borðann 😉

Svo sniðugt að gera þetta við boli sem eru orðin of litlir/stuttir. Ása hafði aldrei notað þenna bol, var frekar tuskulegur og stór (fékk hann notaðann) Núna er hún eiginlega búin að nota hann síðan ég breytti honum, hún er svo mikið í kjólum, svo gott að eiga ermar við 🙂

Svo eru hérna smá klár hjá mér.

Bjó til hárbönd fyrir vinkonurnar.. fleiri svona bönd eru í vinnslu 🙂

Sett sem ég prjónaði handa strák vinkonu minnar

Svo í lokin….ég tók mynd af öllu dótinu sem ég hef saumað og prjónað fyrir Andreu 🙂

Read Full Post »

Hérna er hinn kjólinn sem ég breytti.

Ég er alveg ótrúlega ánægð með hann.

Maja systir gaf mér í afmælisgjöf fat quarter búta úr Storkinum, sem ég hef bara horft á og aldrei vitað hvað ég ætti að nota í og loksins kom einn þeirra að notum.

Ég byrjaði á því að klippa neðri hlutann frá brjóststykkinu, klippti svo í sundur flísefnið og bætti inn bútum. Ég ss notaði allan flískjólinn á víddina, en stytti hann aðeins. Að lokum rykkti ég hann að ofan og festi við brjóststykkið. Og bætti við sætu blómi.

Hlýr kjóll fyrir íslenska veðráttu 🙂

Og sjáiði bara hvað snúllan mín er sæt í nýja kjólnum sínum.

Read Full Post »

Ég keypti 2 66°n flís kjóla notaða á barnalandi þegar ég var ólétt af Andreau. Fannst þeir vera alveg tilvaldir til þess að nota í vagninum í betri veðrum, en hún Andrea ákvað bara að vilja ekkert sofa úti.

Þessir kjólar eru alveg ómögulegir, þeir eru svo hrikalega síðir, þessir kjólar eru á 12 mánaða.

Þannig að ég ákvað að breyta þeim aðeins.

Hérna er ég búin að breyta bleika kjólnum, hinn kjólinn er í saumavélinni núna. (það er hægt að stækka myndina með því að smella á hana)

SætaBínan mín í kjólnum, sem fer henni svo miklu betur núna,,, æj hún er svolítið kvefuð á myndinni 😉

Mjög einfald að gera þetta. Ég notað blúndu gardínuefni sem ég keypti í Rúmfatalagernum og svo bara bút úr kjónum sjálfum, rykkti efnið aðeins til og festi á 😉 Ég ætla svo að klára hinn kjólinn í kvöld, hann verður aðeins öðruvísi. Núna er allavega hægt að nota þessar flíkur sem lágu bara inn í skáp… Mér finnst þetta líka svo hrikalega gaman.

Read Full Post »