Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Heklað’ Category

Blóma eyrnabönd

Gerði þessi flottu blóm úr nýju hekl bókinni minni, og fannst alveg tilvalið að setja þau á eyrnabönd fyrir stelpurnar mínar.

Eyrnaböndin er prjónuð úr Alfa með prjónum nr.7 með perluprjóni. Blómin eru úr Kitten mohair.

Á minna bandinu fitjaði ég upp 12 lykkjur en á því stærra 16 lykkjur, og mátaði bara öðruhvoru þangað til þau voru orðin nógu stór.

Og svona lítur þetta út þegar sú litla setur það á sig sjálf 🙂

Svo ein dúllu mynd í lokin, þær eru svo góðar vinkonur, Ása er svo þolinmóð og góð alltaf við litlu systur sína 🙂

Auglýsingar

Read Full Post »

Jájá þetta átti að verða húfa á Andreu, og já hún er 2 ára 😀

en ég er ánægð með hana, vantaði einmitt hirslu undir hekluðu dúllurnar og blómin mín

Ég keypti mér 2 alveg æðislegar heklubækur á amazon, var frekar lengi að leita af þeim afþví að ég varð að fá bækur þar sem það er teiknað mynstur, get ekki með nokkru móti heklað eftir skrifaðir uppskrift

Fékk þessa bók fyrst og var ekkert smá ánægð með hana

Svo kom hin bókin… og hún er sko uppáhalds… hún er minni og bara miklu meðfærilegri en hin. Það er aðeins hægt að skoða inn í hana hér

Read Full Post »

Ég varð alveg veik þegar ég sá þessa uppskrift á ravelry, en þorði ekki að kaupa uppskriftina þar sem ég er ekki nógu klár að hekla eftir uppskrift.

Sá svo nokkru seinna að ein á handavinnuþræðinum á er.is hafði gert sjalið og það var alveg hrikalega flott. Ég byrjaði bara á því að googla og fann alveg rosalega flottar leiðbeiningar á youtube (2 video) hvernig ætti að hekla svona munstrur, ég æfði mig alveg heillengi, gerði fullt af prufum áður en ég lagði í sjálft sjalið….. Verð nú líka að viðurkenna að ég var frekar lengi að ná þessu mynstri, þurfti oft að setja á pásu og byrja upp á nýtt á videóinu, en það kom á endanum og ég er ekkert smá ánægð með sjalið. Var heillengi að ákveð hvort ég ætti að setja á það kögur, prufaði það en hætti svo við, fannst það of mikið… Hérna er líka flottar leiðbeiningar af munstrinu

Það fóru akkurat 2 dokkur í sjalið, hefði alveg mátt splæsa í eina dokku í viðbót, en ég bara nennti því ekki 😉

Ása var módel fyrir mig

Það er alveg rosalega gaman að hekla þetta mynstur, á örugglega eftir að gera meira af því… 🙂

Hérna er sjalið mitt á ravelry : krókódílasjal

Read Full Post »

Ása fékk boð um afmæli í gær og ég skellti í þessa húfu í gærkvöld, svo fönduðum við þennan gjafapoka áðan 🙂

Húfan er hekluð, ég kann ekkert að hekla eftir uppskriftum og veit því ekkert hvað heklið heitir sem ég nota, en allavega fitjaði ég upp lykkjur, ca utan um höfuðið á Ásu, svo hélt ég bara áfram þangað til hún var tilbúin 🙂

Hugmyndin af húfunni er freedom hat úr Prjóniprjón

P1080310

Við ákváðum svo að gera þennan flotta gjafapoka utan húfuna. Hann er gerður úr A4 umslagi.

P1080311

P1080313

Read Full Post »