Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Saumað’ Category

Ugla

20111014-153421.jpg
Uglur eru voðalega mikið í tísku núna.
Ég teiknaði bara ugluna á blað og notað bæði gömul föt og efnisbúta í hana, finnst hún algjört æði 🙂

Auglýsingar

Read Full Post »

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að breyta gömlum fötum í eitthvað nýtt og yfirleitt geri ég barnaföt. Ég keypti mér æðislegt snið frá Minikrea hjá henni Jónu, hún er með facebook síðu fyrir sniðin, og hérna er hægt að skoða þau líka Minikrea.dk.

Ég notaði stuttermabol af mér sem ég var hætt að nota og einn langerma, sem var orðinn of lítill á mig *hóst*

Það sem er svo þæginlegt við að nota gömul föt er að það þarf yfirleitt ekki að sauma eins mikið, ég td notaði neðri helminginn af stuttermabolnum þannig að ég þurfti ekkert að falda hann, notaði líka neðir hlutann af ermunum, þannig að ég þurfti ekkert að sauma þær saman eða að falda.. snilld 🙂

 

 

Read Full Post »

Jæja, ég er sko ekki búin að standa mig í sumar, hef verið alveg hrikalega löt við handavinnuna, en ég finn að þetta er allt að koma aftur 😉

En ég er þó búin að gera eitthvað.

Mig hefur alltaf langað til þess að sauma stelpukjól úr skyrtu. Ég fann gamla skyrtu af mér og ákvað að prufa einn daginn.

Ég notaði kjól af Andreu til þess að búa til snið, fínt að nota ruslpóst í það 😉

Svo þarf bara að passa að tölurnar séu í miðjunni þegar verið er að sníða.

Ég ákvað að hafa ermar á honum, notaði bara neðri hlutann af erminni sem smellpassaði.

Það er eitt sem ég þarf að laga, en mér finnst hálsmálið of vítt, þarf bara að sauma smá teyju í.

Ég á svo mikla sætarúsínu 🙂

Svo ein í lokin af fönduraðstöðunni minni, ég nefnilega missti föndurherbergið þegar sú litla fékk sér herbergi. En við ákváðum bara að gera fyrir mig aðstöðu í eldhúsinu, þarna voru 4 vegghengdir skápar sem við tókum niður, ég notaði 2 af þeim sem efri skápa. Ég alveg hrikalega ánægð með þetta skot mitt 🙂

Read Full Post »

sokkabuxnaormur

Fann þetta snildarráð hvað má gera við ónýtar/of litlar sokkabuxur

Saumaði saman nokkrar sokkabuxur sem voru orðnar ónýtar.

Ég festi hann saman, þannig er notað sem gólfpúði 🙂

Read Full Post »

Mér fannst þetta svo mikil snilld, ég bara varð að prufa.

Það er hægt að gera þetta við hvaða bol/peysu sem er.

Það sem þarf að gera er….

að klippa upp miðjuna, byrja svo að falda öðru megin neðst, halda áfram yfir hálsmálið og alla leið niður. Þræða svo teyju eða borða þar sem faldað var, ég notaði teyju og setti smellu, sá ekki alveg að Ása mín myndi fara að binda borðann 😉

Svo sniðugt að gera þetta við boli sem eru orðin of litlir/stuttir. Ása hafði aldrei notað þenna bol, var frekar tuskulegur og stór (fékk hann notaðann) Núna er hún eiginlega búin að nota hann síðan ég breytti honum, hún er svo mikið í kjólum, svo gott að eiga ermar við 🙂

Svo eru hérna smá klár hjá mér.

Bjó til hárbönd fyrir vinkonurnar.. fleiri svona bönd eru í vinnslu 🙂

Sett sem ég prjónaði handa strák vinkonu minnar

Svo í lokin….ég tók mynd af öllu dótinu sem ég hef saumað og prjónað fyrir Andreu 🙂

Read Full Post »

Mér finnst svo rosalega skemmtilegt að nýta gamalt og gera „nýtt“ úr því.

Úr tveimur gömlum peysum og einum bol af Ásu, gerði ég kjól handa Andreu.

Ég notaði að vísu ekki þennan bleika bol í þennan kjól, en hann er á borðinu núna og ég er að hugsa hvað skal gera við hann 😉

Þetta getur bara ekki verið auðveldara, klippa í sundur, raða saman og sauma svo, og auðvitað skreytti ég og dúllaðist aðeins við kjólinn, ætli mesti tíminn fari ekki í það, en það er svo skemmtilegt og gerir kjólinn líka svo sætann 😉

En mikið rosalega vantar mig overlock vél (þið megið endilega láta mig vita ef þið vitið um svoleiðis vél til sölu *blikk*)

Ég er nefnilega á fullu að hanna og sauma vörur sem ég ætla að selja í haust/vetur, get nú samt ekki sagt að það gangi rosalega hratt fyrir sig þar sem ég er með eina 17 mán. snúllu sem þarf sína athygli 🙂 En planið er að setja þessar vörur á sölu fyrir jólin.

Ein í lokin af litla gleðigjafanum mínum í „nýja“ fína kjólnum sínum, voðalega ánægð 🙂

Read Full Post »

Þessi bolur var bara orðinn alltof þröngur á mig. Fannst tilvalið að reyna að gera úr honum kjól á Andreu.

Það sem ég gerði var að ég byrjaði á því að gera pínkulítil göt innan í hálsmálið og þræða þar inn þunnri teyju með nál. Tók svo kjól af Andreu til þess að nota sem snið. Klippti hliðarnar af og saumaði saman hliðarsauma. Setti hvíta teygjublúndu á ermarnar og bjó til rykkingu af efninu sem ég klippti neðan af bolnum og festi framan á kjólinn 🙂

Það var mjög erfitt að ná mynd af henni standandi, hún er alltaf á fleygiferð 😉

Sæta músin mín 🙂

Read Full Post »

Older Posts »