Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Jájá þetta átti að verða húfa á Andreu, og já hún er 2 ára 😀

en ég er ánægð með hana, vantaði einmitt hirslu undir hekluðu dúllurnar og blómin mín

Ég keypti mér 2 alveg æðislegar heklubækur á amazon, var frekar lengi að leita af þeim afþví að ég varð að fá bækur þar sem það er teiknað mynstur, get ekki með nokkru móti heklað eftir skrifaðir uppskrift

Fékk þessa bók fyrst og var ekkert smá ánægð með hana

Svo kom hin bókin… og hún er sko uppáhalds… hún er minni og bara miklu meðfærilegri en hin. Það er aðeins hægt að skoða inn í hana hér

Auglýsingar

Krókódílasjal

Ég varð alveg veik þegar ég sá þessa uppskrift á ravelry, en þorði ekki að kaupa uppskriftina þar sem ég er ekki nógu klár að hekla eftir uppskrift.

Sá svo nokkru seinna að ein á handavinnuþræðinum á er.is hafði gert sjalið og það var alveg hrikalega flott. Ég byrjaði bara á því að googla og fann alveg rosalega flottar leiðbeiningar á youtube (2 video) hvernig ætti að hekla svona munstrur, ég æfði mig alveg heillengi, gerði fullt af prufum áður en ég lagði í sjálft sjalið….. Verð nú líka að viðurkenna að ég var frekar lengi að ná þessu mynstri, þurfti oft að setja á pásu og byrja upp á nýtt á videóinu, en það kom á endanum og ég er ekkert smá ánægð með sjalið. Var heillengi að ákveð hvort ég ætti að setja á það kögur, prufaði það en hætti svo við, fannst það of mikið… Hérna er líka flottar leiðbeiningar af munstrinu

Það fóru akkurat 2 dokkur í sjalið, hefði alveg mátt splæsa í eina dokku í viðbót, en ég bara nennti því ekki 😉

Ása var módel fyrir mig

Það er alveg rosalega gaman að hekla þetta mynstur, á örugglega eftir að gera meira af því… 🙂

Hérna er sjalið mitt á ravelry : krókódílasjal

Peysa og húfa

Andreu vantaði svo peysu á leikskólann, ég er löngu búin með hana en held að hún hafi legið inn í skáp í 2 mánuði áður en ég nennti að þvo hana, meira hvað ég get stundum verið löt að leggja lokahönd á hlutina.

Hún er prjónuð úr einföldum plötulopa og einbandi saman. Svo ákvað ég að prjóna kraga úr kampgarni svo að henni myndi nú ekki klægja í hálsinn, ég festi hann í eftir á. Ég ákvað líka að sleppa mynstrinu á erminni, litlir fingur vilja nefnilega oft flækjast þar í 😉

Þessa húfu heklaði ég einhverntíman í fyrra, ég á alltaf nokkrar svona heklaðar húfur til, fínt til þess að gefa í gjafir. Þessi var alltaf svolítið í uppáhaldi og Andrea fékk því enn eina húfuna 🙂

Ugla sat á kvisti

Þessar uglur er rosalega gaman að prjóna, það fer alveg rosalega lítið af garni í þær, og því tilvalið í afganga.

Til gamans má nefna að uglur eru tákn um vísdóm og visku 🙂

Planið hjá mér var að prufa að gera hálsmen, en ég átti ekki til það sem ég þurfti í hálsmenið þá ákvað ég að setja ugluna bara á lyklakippuna mína, enda ekki með neitt skraut á henni 🙂

Ég ss. prjónaði 2 stk uglu, festi perlur fyrir augu og gerði gogginn með smá saumspori, svo saumaði ég þessari 2 uglur saman.

Ég er búin að þýða hana á íslensku, ég vona bara að hún sé rétt þýdd hjá mér, ég hef nefnilega bara einu sinni áður prjónað kaðlaprjón og sú uppskrift var líka á ensku, þannig að ég var ekki alveg viss hvernig ætti að þýða þetta. Finnst svo leiðinlegt að prjóna á íslensku afþví að það eru ekki eins mikið af skammstöfunum 😉 hehe kannski ekki allir sem myndi segja þetta, en það er bara svo auðvelt að google leiðbeiningar á ensku og þá fær maður yfirleitt alltaf videó af því sem verið er að spyrja um.

Sjáið td þetta: C4B, C4F er sama og þetta á ísl: Setjið 2 L á kaðlaprjón aftan við prjónið, prj 2 L , prj 2 L af kaðlaprjóni. Setjið 2 L á kaðlaprjón framan við prjónið, prj 2 L, prj 2 L af kaðlaprjóni. En C4B er = cross 4 back

Uppskrift af uglu

Fitjið upp 8 lykkjur, prjónið 2 umf (garðaprjónn) og brugðin 1 umf

Næsta umf: Setjið 2 L á kaðlaprjón aftan við prjónið, prj 2 L , prj 2 L af kaðlaprjóni. Setjið 2 L á kaðlaprjón framan við prjónið, prj 2 L, prj 2 L af kaðlaprjóni.

Prjónið 7 umf slétt prjón

Næsta umf: Setjið 2 L á kaðlaprjón aftan við prjónið, prj 2 L , prj 2 L af kaðlaprjóni. Setjið 2 L á kaðlaprjón framan við prjónið, prj 2 L, prj 2 L af kaðlaprjóni.

Prjónið 5 umf slétt prjón

Næsta umf: Setjið 2 L á kaðlaprjón aftan við prjónið, prj 2 L , prj 2 L af kaðlaprjóni. Setjið 2 L á kaðlaprjón framan við prjónið, prj 2 L, prj 2 L af kaðlaprjóni.

Fellið af með sléttu prjóni

hérna er uppskriftin á ravelry

Í gegn trefill

Ef ég sé eitthvað sem mér finnst flott út í búð, þá hugsa ég alltaf  „ég get alveg gert þetta“ !!

Svona svipaður trefill er til sölu í Geysir og kostar 9700kr, ég gerði hann á nokkrum klst og hann kostaði mig ca. 1000kr.

Og auðvitað var uppskriftin til á Ravelry, já eða allavega svipuð. Það er eiginlega hægt að finna allt á ravelry, stundum þarf maður að hafa aðeins fyrir því að leita því maður er ekki alveg með leitarnafnið á hreinu.

Ég td. byrjaði á að leita bara af scarf og þá komu um 18.ooo uppskriftir upp, fann svo fljótlega svipaðann trefill og ég var að leita af sem hét loop scarf, þar var ég komin með nafnið og fékk þá 238 uppskriftir.

Ég átti þetta garn til, það heitir Dalegarn/Falk og fæst í A4. Ég notaði 2faldann þráð og prjóna nr. 8. Ég þurfti að breyta uppskriftinni aðeins, skv uppskriftinni átti auka út fleiri lykkjur, en afþví að ég var með svo þykkt garn og stóra prjóna þá jók ég út þar til að ég var með 22L, ég gerði hann líka lengri en uppskriftin segir til, kannski aðeins of mikið afþví að það teygjist frekar mikið á þessu garni eftir þvott.

Mér finnst hann algjört æði, ég á örugglega eftir að gera annann 😉

Jæja, ég er sko ekki búin að standa mig í sumar, hef verið alveg hrikalega löt við handavinnuna, en ég finn að þetta er allt að koma aftur 😉

En ég er þó búin að gera eitthvað.

Mig hefur alltaf langað til þess að sauma stelpukjól úr skyrtu. Ég fann gamla skyrtu af mér og ákvað að prufa einn daginn.

Ég notaði kjól af Andreu til þess að búa til snið, fínt að nota ruslpóst í það 😉

Svo þarf bara að passa að tölurnar séu í miðjunni þegar verið er að sníða.

Ég ákvað að hafa ermar á honum, notaði bara neðri hlutann af erminni sem smellpassaði.

Það er eitt sem ég þarf að laga, en mér finnst hálsmálið of vítt, þarf bara að sauma smá teyju í.

Ég á svo mikla sætarúsínu 🙂

Svo ein í lokin af fönduraðstöðunni minni, ég nefnilega missti föndurherbergið þegar sú litla fékk sér herbergi. En við ákváðum bara að gera fyrir mig aðstöðu í eldhúsinu, þarna voru 4 vegghengdir skápar sem við tókum niður, ég notaði 2 af þeim sem efri skápa. Ég alveg hrikalega ánægð með þetta skot mitt 🙂

Sæt golla

Þessa rúllukragapeysu átti Ása þegar hún var 2-3 ára. Ég held að hún hafi farið í hana 4 sinnum, kraginn var svo þröngur að það var bara ómögulegt að klæða hana í peysuna.

Mér datt í hug að breyta henni í gollu

Byrjaði á því að klippa hana í sundur upp eftir miðjunni.

Það hefði líka verið hægt að hafa hana með kraga, en ég ákvað að falda kragann og þræða bandi þar í gegn, notaði gamlar sokkabuxur í bandið.

Ég er rosalega ánægð með útkomuna á þessari, Andrea er búin að vera mikið í henni og á eftir að nota hana mikið í sumar 🙂

Ég er ennþá að leita mér að overock vél, til þess að auðvelda mér saumaskapinn, á nefnilega bara ódýrustu týpu af saumavél og hún er nú ekkert voðalega liðleg.  Ef einhver veit um 😉